Re: Re:Nýtt akkeri á Hraundranga.

Home Umræður Umræður Almennt Nýtt akkeri á Hraundranga. Re: Re:Nýtt akkeri á Hraundranga.

#54348
Jokull
Meðlimur

Umræddann millistans með bláum sling setti ég upp sumarið 2008. Hann er aðeins ofar en gamli millistansinn og jafnframt aðeins skárri með áherslu á aðeins. Fleygarnir í honum eru ágætir í besta falli og sá efsti var orðin laus um síðustu helgi þegar ég átti þarna leið um.

Eftir annsi margar uppferðir undanfarin ár er ég við það að komast að þeirri niðurstöðu að það borgi sig að klifra alveg á hryggjarbrúnininni þannig að maður sjái alltaf ofaní Öxnadalinn. Þar eru aðeins stærri hnullar af góðu bergi og minna af mosa, möl og hrauni.

Annars þíðir víst lítið að tala um einhverja góða leið þarna upp, þetta er allt mis laust en ákaflega skemmtilegt og hressandi. NV hryggurinn sem var klifinn fyrir nokkrum árum síðan gæti reyndar verið príðis skemmtun að sumarlagi ef einhver er í leit að smá upplifun……

Urð og grjót upp í mót
Ekkert nema urð og grjót…….

JB