Re: Re:Nýjar leiðir á Hnappavöllum og í Pöstunum?

Home Umræður Umræður Klettaklifur Nýjar leiðir á Hnappavöllum og í Pöstunum? Re: Re:Nýjar leiðir á Hnappavöllum og í Pöstunum?

#54374
Skabbi
Participant

Til að svara spurningu minni benti formaður Klifurfélgs Reykjavíkur mér á eftirfarandi frétt á heimasíðu Klifurhússins:

Hjalti Rafn Guðmundsson skrifaði:

Quote:
Pöstin undir Eyjafjöllum.

Pöstin er klettur norðan megin við þjóðveginn í landi Hvamms undir Eyjafjöllum. Þar hefur verið klifrað frá því um það bil 1989 og voru þar þrjár boltaðar leiðir sem Stebbi Steinar, Bjössi og Árni Gunnar gerðu 1990 og 1991. Leiðirnar voru Perestrojka, Geirvartan og Langi seli, allar 5.10. Boltunin var í anda þess tíma þegar þær voru gerðar. Þá var farið sparlega með bolta því þeir voru handboraðir og sumarhýran rétt dugði fyrir tíu fimmtán augum og boltum. Því var oft á tíðum langt á milli bolta og þar sem var möguleiki að berja inn fleyg eða setja hnetu í skorning var það gert. Því voru bara þrír boltar í Geirvörtunni, 20 metra leið og fyrsti bolti í átta metra hæð. Langi seli var lengi vel bara boltaður fyrstu tíu metrana og lína með lykkjum fyrir tvista látin hanga úr akkerinu. Perestrojka þótti ansi runní. Þangað til núna.

Núna eru komnar átta boltaðar leiðir í klettinn og von á fleirum. Bæði hafa upprunalegu þrjár boltuðu leiðirnar verið endurboltaðar með nútíma búnaði og góðum akkerum. Og nýjum hefur verið bætt við þar sem hafði áður verið tryggt með fleygum og dóti eða klifrað hafði verið í ofanvað.

Leiðirnar eru allt að 25 metra langar og í mjög skemmtilegu bergi. Það tekur um einn og hálfan klukkutíma að komast í Pöstina frá Reykjavík og því alveg hægt að bruna eftir vinnu. Klettarnir eru rétt austan við bæinn Hvamm (bæinn með bröttu grasbrekkunni og furutrjánum fyrir ofan bæjarhúsin). Beygt er inn afleggjarann að Hvammi og svo lagt á slóða sem liggur nær alveg að leiðunum.

Leiðirnar heita frá klifrara vinstri talið til hægri (horft er í norður):
Svarta leiðin 5.10 ca. 18 m.
Perestrojka 5.10 ca. 18 m.
Prins póló 5.10 ca. 20 m. Fyrstu tveir boltar sameiginlegir næstu leið til hægri.
Geirvartan 5.10 ca. 25 m.
Sóley 5.8 ca. 25 m.
Gleym-mér-ei 5.6 ca. 20 m.
Langi seli 5.10 ca. 25 m.

Ein stök leið í klettinum beint á móti stærri klettinum:
Heyvagninn á horninu 5.6 ca 10 m.

Leiðirnar hafa verið boltaðar, endurboltaðar og hreinsaðar af Stebba Steinari, Kristínu Mörthu og Hjalta Rafni í júlí 2009.Bóndinn á Hvammi hefur gefið klifrurum góðfúslegt leyfi til þess að klifra í klettunum að því gefnu að umgengni verði góð.

Prýðilegt framtak hér á ferð. Hægt er að nálgast myndir af leiðunum á heimasíðu Klifurhússin.

Allez!

Skabbi