Re: Re:Ný leið í Munkaþverárgili

Home Umræður Umræður Klettaklifur Ný leið í Munkaþverárgili Re: Re:Ný leið í Munkaþverárgili

#55473
1908803629
Participant

Ég mundaði mig við Englarykið (nýju leiðina) um helgina og held barasta að hún sé 5.9 eins og smiðurinn spáði. Allt fram að krúxinu er hún auðveld, ca. 5.7, en krúxið sjálft reyndist mér erfitt og alveg í línu við aðrar 5.9 hreyfingar í Múnkanum.

Ég reyndi þó bara einu sinni við hana og náði henni ekki í þeirri atrenu þannig að kannski leynist eitthvað lúxusgrip sem breytir henni í 5.7-8…

Þakka annars fyrir glimmrandi góða leið. Múnkinn er held ég bara skemmtilegasti klifurklettur landsins, enda allt morandi í klifurleiðinum fyrir mína getu.