Re: Re:Ný leið í Munkaþverárgili

Home Umræður Umræður Klettaklifur Ný leið í Munkaþverárgili Re: Re:Ný leið í Munkaþverárgili

#55478
Siggi TommiSiggi Tommi
Participant

Þetta er gríðarlega spennandi.

Menn tala hérna um stórkostlegar yfirgráðanir og svo fá sæmilega öflugir menn hressilega flengingu… :)
Vissulega er fyrri parturinn léttur en leiðin gráðast jú skv. erfiðasta múvi eða heildarerfiðleika ef um mjög sustained leiðir er að ræða.
Bara virkilega gaman að fá debatt um gráður á leiðum enda sýnist jú sitt hverjum.
Held ég geti vottað að ég fann ekkert „falið undragrip“ í lokin heldur er þetta lockoff upp í stóra vasann á vinstri veggnum erfitt og svo löng hreyfing þaðan upp á slópí brúnina (Eiki datt t.d. alltaf þar).
Held að Skabbi hljóti að hafa óvart dottið niður á hrossasterakaffi uppi í háskóla…
En við Skabz þetta á leiðinni á Hnappó um helgina og ég féllst með semingi á að þetta væri 5.8 en upphaflega ágiskun mín upp á 5.9 er enn inni í myndinni. Held þessu opnu út sumarið og við neglum einhverja dipló tölu á þetta í haust…

Það vantar að setja upp svona gráðugjafakerfi eins og var á einhverjum af erlendu klifursíðunum. Þá gætu menn séð „official“ gráðuna og svo einhverja dreifingu á því sem fólki fannst að hún „ætti að vera gráðuð“ (ekki alltaf samræmi í því náttúrulega).
Skora á isalp.is og/eða klifur.is vefsmiðina að hendi inn svoleiðis plugin.

T.d. gráðaði Palli Sveins Undir brúnni upphaflega 5.8 en miðað við gengi fjölmargra í henni gegnum árin henti ég 5.9 á hana í tópónum. Svo eru leiðir eins og Bláa ullin merktar 5.9 en hún er líklega frekar 5.8 ef eitthvað er. Stuð fyrir stutta er sett 5.7-5.9 (sennilega aldrei 5.7 sama hvað maður er tröllvaxinn) en hún er með smá tvisti og án þess verður hún mjög erfið fyrir 5.9. Mörgum finnst Sófus létt fyrir 5.8 en það er upp og ofan. Stóru mistökin var upphaflega gráðuð 5.10a minnir mig sem dótaleið en nýja gráðan upp á 5.9 finnst mér persónulega alveg sanngjörn (snúin en ekki svo hræðileg þegar menn vita hvað á að gera).

Atkvæðin standa þá svona:
Siggi Tommi: 5.8-5.9 (aldrei 5.7)
Skabbi: 5.8, aldrei meira!!! :)
Eiki: ekki búinn en búinn með flestar ef ekki allar 5.9ur á svæðinu
Ágúst: ekki búinn en hallast að 5.9
Jón Heiðar: sama og Ágúst
fleiri?