Re: Re:Mission ársins?

Home Umræður Umræður Ís- og alpaklifur Mission ársins? Re: Re:Mission ársins?

#55288
1908803629
Participant

Jú – væntanlega eitthvað til að segja frá enda rataði það á baksíðu Moggans og víðar. Það er bara betra að segja frá svona í fjölmiðlum frekar en á ísalp síðunni. ;-) (og já – facebook var búið að frétta af þessu líka…)

Annars er þetta nýákveðið, þ.e. flugmiðar keyptir, og við vorum á leiðinni að fara að blaðra þessu út úr okkur. (Upptekinn að tala við fjölmiðla sko ;-))

Annars eru þetta tindarndir sem við stefnum á:
[ul]Breithorn, 4.164 metrar
Castor 4.226 metrar
Pollux 4.092 metrar
Lyskamm 4.226 metrar
Monte Rosa 4.634 metrar (fyrstu fimm tindarnir eru hluti af hæðaraðlögun og er oft þekkt sem Breithorn traversan eða Spaghettí traversan.)
Matterhorn 4.478 metrar (Aðal markmið ferðarinnar, munum fara upp ítölsku leiðina, Lion‘s Ridge) Flott mynd að neðan
Eiger 3.970 metrar (Bónusfjall ef við náum að fara allt hitt á réttum tíma, förum upp Hörnligrat leiðina.[/ul]

[img]http://www.summitpost.org/images/medium/361237.JPG[/img]

Það verður enginn gæd þannig að við þurfum að kynna okkur fjöllin ansi vel. Varðandi líkamlegan og hæfnislegan undirbúning þá ætlum við bara að missa okkur í fjallamennsku á næstu mánuðum og höfum ýmsar hugmyndir sem eru þó ekki ákveðnar, kannski koma einhverjar fregnir af því.

Annars er þetta okkar frumraun í alvöru fjöllum, þ.e. utan Íslands, og því ekki farið allt of hratt af stað, þó hratt sé farið. Svo kemur bara í ljós hvort það sé eitthvað vit í þessu plani þegar á reynir.

Og já – hópurinn samanstendur af:
– Mér
– Magga Smára, Akureyringi og hjálparsveitarkappa
– Jóni Heiðari, Akureyringi og hjálparsveitarkappa
– Erni Árnasyni, Kópavogsbúa kenndan við Hóla í Hjaltada.

Svo ef einhver hefur áhuga þá er brot af fréttinni hér: http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2010/03/03/stefnir_a_sjo_tinda_evropsku_alpanna/