Re: Re:Klifurleiðir í Kjarnaskógi

Home Umræður Umræður Klettaklifur Klifurleiðir í Kjarnaskógi Re: Re:Klifurleiðir í Kjarnaskógi

#54432
2806763069
Meðlimur

Flott, þá hafið þið það, kjarnaskógur verður næsta sportklifursvæðið.

Svo ég haldi áfram með að vera leiðinlega raunsær þá er ekki alveg fullkomlega einfalt að bolta. Það er hægt að bolta vel þannig að leiðir séu örugglar en á sama tíma spennandi og það er hægt að bolta illa þannig að það verði hættulegt að detta eða þannnig að einfaldlega sé leiðinlega mikið af boltum.

Reynið endilega að grípa einhvern af reynslu boltunum til að hjálpa ykkur með þetta meðan þið eruð að fá góða tilfinningu fyrir þessu. Kannski Jökull sjái sér hag í að aðstoða við þetta. Svo er Siggi Tómi einn af þeim afkastamestu í þessum bransa og ætti að geta gefi einhver ráð ef hann á leið um.

Í öllu falli alltaf gaman að heyra af einhverjum sem láta hendur standa fram úr ermum.

kv.
Softarinn.