Re: Re:Klifur í kringum páskana

Home Umræður Umræður Ís- og alpaklifur Klifur í kringum páskana Re: Re:Klifur í kringum páskana

#55368
Freyr Ingi
Participant

Á sunnudag fórum við Nonni í Skarðsheiðina.
Klifum nv vegg Skessuhorns. Frekar þunnt á köflum og holrúm á milli laga í ísnum. Tók vel við öxum en broddar náðu ekki mjög góðri festu. Snjór á milli haftanna var stífur og fínn nema alveg við efsta klettahaftið. Þar hljómaði hann illa og dúaði pínu.

Góður dagur.