Re: Re:Ísklifurfestivalið 2010!

Home Umræður Umræður Ís- og alpaklifur Ísklifurfestivalið 2010! Re: Re:Ísklifurfestivalið 2010!

#55252
Freyr Ingi
Participant

Glóðvolgar fréttir frá ískönnunarmanninum að austan:

Það er kominn miklu meiri ís alls staðar þannig að ég held að þetta sé í bestu málum. Grænafjallsgljúfur er fullt af ís, og Bæjargil við Hof er farið að líta vel út þó það sé kannski ekki komið í feitustu aðstæður enn.
Ég er að fara í ískönnun núna á eftir og ætla að reyna að labba að Rótarfjalli eins og ég sagði í gær. Þar held ég að geti leynst spennandi óklifrað svæði. Set myndir á http://www.oraefi.is snemma í kvöld.

Spennandi tímar framundan.

Minni alla sem ætla að mæta á að skrá sig hjá Helgu, sömuleiðis að afskrá sig ef áður skráðir komast ekki.
Það er mikilvægt fyrir okkur að sjá nákvæmlega hverjir munu taka þátt í þessu með okkur.

Góðar stundir,

Freyr