Re: Re:Ísklifur um helgina í stað festivals

Home Umræður Umræður Ís- og alpaklifur Ísklifur um helgina í stað festivals Re: Re:Ísklifur um helgina í stað festivals

#55215
Skabbi
Participant

Var í Haukadalnum um helgina í öldungis frábæru veðri og skyggni. Ísmagn var þokkalegt, þó var sýnilega minnst í Skálagili. Töluverður ís var sjáanlegur í Stekkjargili og Bæjargili. Freyr, voruð þið í Stekkjargilinu? Við fórum línur utan þessara hefðbundnu gilja fyrir ofna Hamra og eyðibýlið Jörfa. Vel tekið á móti okkur í Stóra Vatnshorni eins og alltaf.

Allez!

Skabbi