Re: Re:Ísklifur um helgina í stað festivals

Home Umræður Umræður Ís- og alpaklifur Ísklifur um helgina í stað festivals Re: Re:Ísklifur um helgina í stað festivals

#55223

Sæll nafni. Heyrðu já það er fullt af skemmtilegu hægt að gera þarna. Við gengum upp frá Hvalvatni og þaðan er ekki nema klukkutíma gangur að Súlunum. Klifrið var það sem ég býst við að kallist skoskt. Þunnur ís utan á klettunum og hart „neve“ þess á milli. Frekar tortryggt (lesist tveir sæmilegir fleygar og ein drasl skrúfa á 50 metra spönn). Klifrið sem við völdum var nú samt frekar létt þannig að þetta var allt í lagi. Tvær spannir af klifri skiluðu okkur á toppinn rétt fyrir sólarlag.

Setti inn nokkrar myndir hér.

Man ekki eftir neinum leiðarvísi, sem gerir þetta bara ennþá áhugaverðara.

bk. Ági