Re: Re:Bakpokar

Home Umræður Umræður Ís- og alpaklifur Bakpokar Re: Re:Bakpokar

#55181

Ég held að 30 lítrar sé almennt of lítið fyrir ísklifur og fjallamennsku. Keypti mér fyrir ári 35 lítra Mammut poka og hann hefur dugað ágætlega fyrir sumarferðir og stöku ísklifurferðir, það fer eiginlega eftir hvort ég tek dúnúlpuna með eður ei.

45 lítra er mjög góð stærð fyrir bakpoka held ég. Ekki of stór fyrir sumarið og ekki of lítill fyrir vetrarferðir. Miðað við það sem ég hef séð og heyrt myndi ég segja að Deuter Guide sé einn af betri pokunum sem fást út úr búð á skerinu í dag. Þeir sem hann eiga láta vel af er virðist vera sterkur og vel hannaður.

kv. Ági