Re: Re: Vorskíðun

Home Umræður Umræður Skíði og bretti Vorskíðun Re: Re: Vorskíðun

#57654
Sissi
Moderator

Fullt af snjó í Heklu, kíktum á föstudaginn langa undirritaður, Katrín, Skabbi og Hrönn, en snérum við í ca. 1.050m vegna rigningar, þoku og vinds. Ágætt rennsli niður í bíl.

Slóðinn upp að Litlu Heklu er aðeins fær frekar öflugum bílum. Við vorum á 38″ í 6 pundum frá Suðurbjalla en þar þurfti að nota slatta af hestöflum til að komast upp brekkuna úr gilinu. Hún er full af snjó og vel brött en stutt. Þaðan þarf víða að keyra á snjó með hraunkantinum. En þetta verður sjálfsagt mjög fljótt að breytast næstu dagana og vikurinn tekur við allri vætu svo trúlega verður þetta þurrt og fínt um leið og snjórinn er farinn.