Re: Re: Vorskíðun

Home Umræður Umræður Skíði og bretti Vorskíðun Re: Re: Vorskíðun

#57785
Karl
Participant

[attachment=457]TJl.jpg[/attachment]
[attachment=455]472242_3673418648219_322993348_o.jpg[/attachment]
Við Björn Júl (stóri bróðir Tomma Júl) skelltum okkur á Herðubreið í gær. Frábært færi en frauðið var komið á síðasta söludag og dugar að hámarki 2-3 daga í vibót í þeirri ofurblíðu sem spáð er.
Þurftum að taka uþb 100 hæðarmetra skíðalausir.
Allir vegir á svæðinu eru rykþurrir en áfram er akstursbann í gildi.
(Rúllugjaldið fyrir að aka lokaða vegi er hinsvegar lægra en að vera gripinn á 96 Km/klst í Húnavatnssýslu…)
Langafönn lafir e-h fram eftir júní.
Meðfylgjandi er mynd úr sparibrekkunni og önnur af manninum og skíðunum sem fyrst fóru sömu leið fyrir tæpum 30 árum