Re: Re: Vorskíðun

Home Umræður Umræður Skíði og bretti Vorskíðun Re: Re: Vorskíðun

#57779
1509815499
Meðlimur

Fórum 11 vaskir menn um borð í Eikarbátinn Drauminn á Dalvík á uppstigningadag og lögðum yfir fjörðin og tókum land að Látrum þar sem var haldið til í 3 daga. Þvílík bongó blíða alla dagana (sem kom ekki á óvart enda flest allir ferðalangar að norðan)og hellingur af snjó og færið eins og best verður á kosið. Þó voru 2 veik snjóalög í skuggahlíðum fjalla svo þeim brekkum var hlíft að mestu í þetta skiptið.

Ekkert slóðaspól eða brölt á 6 pundum þarna, bara vélbátur á sléttum haffletinum ásamt nokkrum höfrungum :)

Video væntanlegt.

Steinþór Tr