Re: Re: Vorskíðun

Home Umræður Umræður Skíði og bretti Vorskíðun Re: Re: Vorskíðun

#57777
0412805069
Meðlimur
Karl Ingólfsson wrote:
Akstursbann er á veginum frá þjóðvegi þó svo að aldrei sé aurbleyta á veginum þar sem hann liggur um frostfrítt efni, þvegna möl jökulsárhlaupa, hraun, foksand og vikra. Bannið á þann rétt á sér að hætta er á að e-h fari að krækja útfyrir skafla og tjarnir og valda spjöllum. Ef menn hinsvegar aka rakleitt yfir skaflana á veginum og ösla tjarninrnar þá skemma menn ekkert með umferð á þessum árstíma.
Frá Töglum er hreinrækt vetrarfæri.
Varð nokkuð undrandi þegar ég var á skíðum inn við við Bræðrafell þegar löggan á Húsavík hringdi og spurði „hvort ég hefði ekið um Herðubreiðarlindir deginum áður, -án undanþágu frá Vegagerðinni“! -Akandi Ferðafélagsmenn í Herðubreiðarlindum höfðu hringt inn lýsingu á bílnum eða bílnúmer.
Fannst þetta frekar lúalegt, sérstaklega í ljósi þess að ég ók yfir allar tjarnir á veginum, gat ekið þrælbrattann hliðarhalla á snjó ofan vatnsborðs og komst algerlega hjá því að aka utanvegar, á meðan ferðafégsmenn kræktu frjálslega fyrir tjarnir.
Mismunandi leiðarval ræðst líklega af því að ég var á óupphækkaðri torfærubifreið en þeir óku upphækkuðum vörubílum sem henta best til flatlendisnota.

Tengist þetta?

http://ruv.is/sarpurinn/frettir/22052012/utanvegaakstur-i-herdubreidarlindum