Home › Umræður › Umræður › Skíði og bretti › Vorskíðun › Re: Re: Vorskíðun
8. maí, 2012 at 09:30
#57729

Meðlimur
Var á Eyjafjallajökli á sunnudaginn í 6 manna hóp. Fórum upp Skerin,kíktum á Goðastein, upp á Hámund og niður Seljavallaleiðina. Skíðafærið hreint ekki það skemtilegasta, jökullinn glerharður en töluvert þyngra færi eftir því sem neðar dró. Samt mun skárra en að þramma á skósólunum upp og niður. Hittum einnig franskt par sem fór Skerjaleiðina upp og niður.