Re: Re: Vorskíðun

Home Umræður Umræður Skíði og bretti Vorskíðun Re: Re: Vorskíðun

#57676
Ingimundur
Participant

Skaust á Móskarðshnjúka, um Laufaskörð á Hátind og beint þar til vesturs niður gilið á sunnudaginn, vildi prófa annað en Yfsilonið.

Snjór hefði mátt vera meiri á uppleið, skíðagangan var nú ekki beint samfelld á snjó:) Sá til Stefáns Arnars og félaga skíða niður austanverðan Hátind og hugsaði á niðurleið vestanmegin að ég hefði betur farið þeirra leið.

Það vantaði snjó í gilið mitt á nokkrum stöðum svo stökkva varð fram af lágum börðum og heldur mikið af sprungum að opnast, náði að krækja skíði ofan í einu sinni, þetta var sannarlega síðasti séns. Skíðafærið var hins vegar frábært að öðru leiti, mátulega meyrt, hefði ekki verið kátur í harðfenni þarna með rof í snó í framhaldi af miklum bratta!

Þetta var svona testferð fyrir gamla fjallaskíðabúnaðinn frá 1986, sem stóð sig bara furðanlega vel (skinn svolítið slitin:)). Hvað segið þið, verður ekki bullandi skíðafæri í Súlum, Heklu, Eyjafjalla- og Snæfellsjökli fram í Júní?