Home › Umræður › Umræður › Skíði og bretti › Vorskíðun › Re: Re: Vorskíðun
13. apríl, 2012 at 13:44
#57667

Participant
Vorum þrír á ferðinni örlítið á undan Óla og Bjössa. Gengum upp hrygginn á Hátind og byrjuðum á því að renna okkur beint niður af honum til austurs (niður í dalinn á milli Hátinds og Laufskarða) Það er alger eðalbrekka sem er líklega allt of sjaldan skíðuð. Fullt af fallegum lænum í téðum dal – en þær eru á síðustu metrunum fyrir þetta ár.
Fórum svo aftur upp og niður Yfsilonið – vestari greinina.
Steppo