Home › Umræður › Umræður › Skíði og bretti › Vorskíðun › Re: Re: Vorskíðun
8. apríl, 2012 at 13:31
#57656

Meðlimur
Ég fór í Ufsilonið í Hátindi í gær. Suddi allt í kring en eins og oft var veðrið vel þolanlegt í gilinu sjálfu. Færið var undurmjúkt og það er enn hægt að skíða alla leið niður að á. Það fer nú samt væntanlega að styttast í þeirri skemmtun. Austari greinin er nánast alveg grjótlaus en sú vestari eflaust óskíðandi.