Re: Re: Verndaraaetlun Umhverfisradherra

Home Umræður Umræður Almennt Verndaraaetlun Umhverfisradherra Re: Re: Verndaraaetlun Umhverfisradherra

#56451

Ég er búinn að vera að glugga í Verndaráætlunina. Við fyrstu sýn virðist ekki vera mikið um breytingar sem snerta þá sem stunda fjallamennsku í Öræfunum. Sem dæmi eru engar breytingar á banni við umferð ökutækja á Öræfajökli eða höft á staðsetningu tjalda í Esjufjöllum sem áður hafa verið sett.

Umræðan víða á alnetinu um þessa skýrslu er vægast sagt á lágu plani. Ég hvet alla til að lesa skýrsluna því hún gefur góða mynd af því hver tilgangur er með þjóðgarði eins og Vatnajökulsþjóðgarður er. Það er hins vegar mjög slæmt ef að forvinna að svona mikilvægu plaggi hefur ekki verið nægilega góð og samstarf við hagsmunaaðila ekki verið sem skildi.

Þeir sem hafa haft hæst í kringum þessa áætlun hafa alveg sleppt því að minnast á 3 nýja vegi sem til stendur að leggja innan þjóðgarðsins. Þar af er einn vegur sem á að liggja að gamla farvegi Skeiðarár við Jökulfell.

Kveðjur úr Skaftafelli
Ági

ps. Annars var þetta útsýnið á skrifstofunni í dag.
skama_032b.jpg