Re: Re: Verndaraaetlun Umhverfisradherra

Home Umræður Umræður Almennt Verndaraaetlun Umhverfisradherra Re: Re: Verndaraaetlun Umhverfisradherra

#56450
0801667969
Meðlimur

Gott þegar menn hafa nákvæmlega á hreinu um hvað þeir eru að biðja. Ætla Kalla nú ekkert illt í þessu. Gallinn er sá að þegar menn biðja um bætur á vegi þá er erfitt að segja til um það hvenær á að stoppa og hvað telst nóg.

Vegagerðin og fleiri stór og sjálfstæð ríkis- og sveitarapparöt leyfa sér að nefnlilega skilja og túlka hlutina nokkuð frjálslega sér í vil. Óska alltaf eftir meiri framkvæmdum.

Vegbætur og bætt aðgengi er almennt túlkað sem uppbyggðir heilsársvegir. Menn sem biðja um slíkt mega því ekki aðeins búast við einu vörubílshlassi af möl eins og Kalli biður um heldur vinnubúðum og tilheyrandi.

Mér finnst aðgengi að öræfunum alveg nógu gott og óþarfi að stuðla að útrýmingu þeirra til handa ferðaþjónustunni.

Kv. Árni Alf.