Re: Re: Verndaraaetlun Umhverfisradherra

Home Umræður Umræður Almennt Verndaraaetlun Umhverfisradherra Re: Re: Verndaraaetlun Umhverfisradherra

#56444
Karl
Participant

Samtök Útivistarfélaga -SAMÚT voru stofnuð 1999 í tengslum við ný náttúruverndarlög sem lágu fyrir Alþingi.
Ég var formaður Ísalp á þessum tíma og hef verið annar fulltrúa Ísalp í Samút alla tíð síðan. Hinn fulltrúinn hefur verið e-h stjórnarmaður og nú þarf ný stjórn að tilnefna e-h í verkið.
Eitt stærsta verkefni alpaklúbba og UIAA er að tryggja félagsmönnum aðgang að fjöllum og klifursvæðum. Fyrstu drög nátúruverndarlaga frá 1999 takmörkuðu verulega för almennings um eignarlönd en þessu tókst að breyta með sameiginlegu átaki útivistarfélaganna.

Umferðarmál innan Vatnajökulsþjóðgarðs hafa verið fyrirferðarmnikil hjá Samút undanfarin ár. Við höfum þurft að berja niður bábiljur um bann við tjöldun á jöklinum, bann við hjólreiðum á jökli, bannað á ríða á jöklinum ofl ofl.
Samút gerði nokkrar athugasemdir við verndaráætlunina sem öll snérust um umferðarmál.
Samút gerði hinsvegar ekki athugasemd við akstursbannið um Vonarskarð, þar sem FÍ var fylgjandi banninu en önnur mál voru afgreidd samhljóða.

Mótórfélögin sendu inn fjölmargar athugasemdir við verndaráætlunina og skotveiðimenn hafa barist hart gegn veiðifriðlandi við Snæfell.
Þessi mótmæli hafa verið hörðust gagnvart akstursbanni um Vonarskarð..

Stjórkerfi þjóðgarðsins er bölvaður bastarður, með 4 svæðisráðum sem aðallega eru mönnuð sveitarstjórnarmönnum og svo einni aðalstjórn.
Samút á fulltrúa í öllum svæðisráðum og áheyrnarfulltrúa í aðalstjórn og hér með óskað eftir Ísölpurum í þessi verkefni.

Ég held að verndaráætlunin sé ekki vandamál fyrir þá sem stunda fjallamennsku. Ég hefði þó gjarnað vilja að vegirnir að Herðubreið, Öskju og Kverkfjöllum væru endurbættir lítillega (þar er aldrei aurbleyta) þannig að fært verði að fjöllunum þegar best er að skíða þau.

http://www.facebook.com/photo.php?fbid=1528116857015&set=a.1528116817014.2072212.1657506779&theater