Re: Re: Undirskriftasöfnun fyrir Skálafell

Home Umræður Umræður Skíði og bretti Undirskriftasöfnun fyrir Skálafell Re: Re: Undirskriftasöfnun fyrir Skálafell

#57781
0801667969
Meðlimur

Tek undir með Kára og hvet menn til að skrifa undir. Auðvitað er það stílbrot fyrir utanbrautarfólk að hugsa um skíðalyftur þessa frábæru skíðavordaga þegar menn vilja vera sem fjærst slíkum mannvirkjum.

Í Mogganum í gær var flott mynd og texti sem tengdist þessu málefni.

Í vikunni var sagt frá því að Reykjavíkurborg hefði lagt 90 milljónir í að bæta stúkuna á fótboltavelli Fylkismanna nú í sumar. Þetta er talsvert meira en Borgin leggur í rekstur skíðasvæðanna á ári. Sennilega svipuð upphæð ef nýframkvæmdir eru teknar með í dæmið. Og hvað eru fótboltafélögin mörg?

Fyrst er auðvitað að koma Skálafelli í fullan rekstur. Samhliða og í kjölfar þess er ekki svo dýrt að setja upp a.m.k. eina lyftu þarna norðan megin. Verður einfaldlega hluti af rekstri Skálafells. Yrði styrkur fyrir utanbrautarskíðun.

Ég er ekki að sjá þá snjóframleiðslu sem þarf sunnan heiða verða að veruleika alveg á næstu árum. Að setja upp lyftu(r) þarna í norðurhlíðinni er stórsniðugur millileikur, líka hundraðfalt ódýrara og þú ert öruggur með snjó. Snjóframleiðsla tryggir nefnilega ekki endilega snjó eins og sýndi sig á norðanverðu landinu í vetur. Og mun enn síður gera það sunnan heiða. Lyftur þarna í norðurhlíðinni eru því sennilega framtíðin.

Hvet til að skrifa undir. Látum sameiginlega sjóði ekki eingöngu fara í fótbolta.

Kv. Árni Alf.