Re: Re: Umhverfis og aðgengismál

Home Umræður Umræður Almennt Umhverfis og aðgengismál Re: Re: Umhverfis og aðgengismál

#56934
0801667969
Meðlimur

Kíkti aðeins á félagalista SAMÚT. Sérkennileg samsetning. Sýnist þetta hálfgerð ormagryfja fljótt á litið.

Hver er munurinn á FÍ og Útivist? Er Útivist með ferðaskrifstofuleyfi? A.m.k. eru þeir ekki í Samtökum ferðaþjónustunnar?

Jeppavinir er hagsmunasmatök superjeppaeigenda í ferðaþjónustu. Hvað eru þeir að gera í SAMÚT?

Almennt aðgengi ferðamanna er ekki vandamál í dag svo ég sjái. Frelsi til ferðalaga er nánast ótakmarkað.

Vandamálið í mínum huga hvað snertir íslenska náttúru eru óhóflegar kröfur ferðaþjónustuaðila um sífellt betra aðgengi. Menn heimta uppbyggða vegi, varnargarða og húsbyggingar um allar koppagrundir. Slíkt eru stórfelld náttúruspjöll að mínu mati.

Nýjasta nýtt er svokölluð lenging jeppaslóða fyrir jeppa í ferðaþjónustu. Þetta kallast reyndar á mæltu máli utanvegaakstur (þangað til bíll nr. 2 fer það skv. skilgreiningu sumra).

Karl Ingólfsson hefur einn fárra ef ekki sá eini opinberlega lýst skoðunum sínum á vegamálum á Þórsmerkursvæðinu.( Að mér undanskildum). Uppbyggðan veg upp á Fimmvörðuháls, uppbyggðan veg inn Fljótshlíð inn að Markarfljótsglúfri (með brú yfir Fljótið) og uppbyggðan veg a.m.k. að hluta inn á Þórsmörk nefnir Karl í viðtali við Útiveru ca. 2004-5. Hann á a.m.k heiður fyrir að þora að nefna eitthvað sem verið var og er enn verið að vinna að á bak við tjöldin.

Ég vildi gjarnan heyra hvaða skoðanir þeir sem ætla sér að taka nefndarsæti fyrir hönd ÍSALP hafa almennt á þessum málum. Eru þeir fylgjandi óheftum innflutningi ferðamanna til landsins? Er massatúrismi með tilheyrandi eyðingu öræfanna eitthvað sem er á stefnuskrá þeirra? Á að leggja uppbyggða vegi inn í Jökulheima, Kverkfjöll o.s.fr. Hvar á að stoppa?

Kv. Árni Alf.