Re: Re: Umhverfis og aðgengismál

Home Umræður Umræður Almennt Umhverfis og aðgengismál Re: Re: Umhverfis og aðgengismál

#56922
Karl
Participant

Ég tel að annar Ísalparinn í Samút eigi að vera stjórnarmaður, -helst formaður. Hinn aðilinn ætti að vera e-h sem er til í að sinna þessu e-h ár.
Markmiðið með 2 mönnum frá hverju félagi er að annar sé beintengdur stjórn á hverjum tíma en hinn sé e-h sem er tilbúinn að sinna þessu um nokkurn tíma og ná e-h samhengi í hlutina.

Almennt.
Samtök útivistarfélaga eru stofnuð vegna fyrirhugaðra nátúruverndarlaga árið 1999 sem settu verulegar skorður við umferð gangandi manna um eignarlönd (þetta var á einkavæðingartrippi Dabba). Þetta frumvarp var gróf aðför að almannarétti og hefði getað lokað aðgengi að mörgum klifursvæðum ef landeigendum hefði dottið slíkt í hug.
Það náðist að berja þetta til baka og almannaréttur er enn með líku sniði og við landnám.
Framundan er töluverð vinna við skipulags og vegamál á miðhálendinu.

Undanfarið hefur mikið púður farið í deilur við yfirvöld um aðgengi um Vatnajökulsþjóðgarð. Þeir sem nenna geta lesið e-h hér (bannað að tjalda á Vatnajökli etc)http://www.google.is/search?rlz=1C1GGGE_enIS358&gcx=w&sourceid=chrome&ie=UTF-8&q=isalp.is+sam%C3%BAt
Þessi leiðindi skapast af óvönduðum undirbúningi þjóðgarðsins, ónógri þekkingu þeirra skem skrifa reglur og skort á samráði við útivistargeirann. Hinumegin eru svo ýktar kröfur háværra einstaklinga innan skotvís og 4×4. Þessi mál fóru í bövaðan hnút, Maggi Hall, okkar maður (fráfarndi) í aðalstjórn VJÞ hefur þurft að sitja undir bölvúðu skítkasti ákv hóps jeppa og byssukalla og formaður FÍ hefur einnig að ósekju fengið álíka skammt úr sömu átt.
Að endingu sagði FÍ sig úr Samút vegna illmælgi ofandgreindra aðila en vert er að minna á að FÍ, FFA og FFF er tvíeggjað batterí, annars vegar „menningarsamtök“ á borð við Ísalp en á hinn bóginn eru þeir á kafi í túrisma með x hundruða milljóna veltu á ári sem að töluverðu leyti er innan VJÞ.
Það er missir að FÍ úr Samút og allt í lagi að minna á að núverandi formaður FÍ (og Ísalpari) átti stærsta þáttinn í þeim úrbótum sem gerðar voru á núverandi náttúruverndarlögum og náði að smeygja Samút mönnum inn í stjórn VJÞ með skóhorni á síðustu metrunum.

Ég veit ekki hver framtíð Samút verður eftir brotthvar FÍ, við það þyngist róður okkar gagnvart yfirgangsömum og háværum hópi jeppa og byssumanna sem að mínu mati hafa farið offari.
Mín tilfinning er sú að vegna viðskiptahagsmuna innan VJÞ hafi FÍ ekki viljað láta spyrða sig við háværa arm Samút og því ákveðið að sigla lygnan sjó gagnvart þjóðgarðinum.
Mér er í sjálfu sér hlýtt til FÍ en finnst þeir vera eins og homminn í skápnum sem þorir ekki að koma út og viðurkenna opinberlega að hann sé á kafi í túrismanum og eigi í raun meiri samleið með Samtökum Ferðaþjónustunnar en Samtökum Útivistarfélaga og ætti að sækja um ferðaskrifstofuleyfi eins og aðrir í þeim geira. Minna má á að FÍ hefur nýlega keypt öll hús og rekstur í Húsadal í þórsmörk fyrir stórfé.

Í þessu samhengi er vert að minna á tvennt: Systursamtök Ísalp og FÍ, DAV og Frönsku Alpaklúbbarnir, hafa fyrir löngu stofnað sérstök félög um rekstur fjallaskálanna til að skilja á milli reksturs og félagsstarfsemi.
Hitt er að einn fyrirferðarmesti þátturinn í starfi aðildarsamtaka UIAA er báráttan fyrir aðgangi að náttúrinni og í því ljósi þarf Ísalp að standa sig eins og aðrir og stjórn þarf að sinna þeirri vinnu.

Góðar stundir