Re: Re: Umhverfis og aðgengismál

Home Umræður Umræður Almennt Umhverfis og aðgengismál Re: Re: Umhverfis og aðgengismál

#56913
Karl
Participant

Ég hætti í stjórn Samút fyrir aðalfund 2011 en er fulltrúi Samút í suðursvæði VJÞ. Í það fór ég nestaður þeirri stefnu Samút að standa gegn hugmyndum um tilkynningaskyldu og aðrar íþyngjandi steypu sem rædd hefur verið þar eystra.
Jeppavinir voru ekki í Samút síðast þegar ég vissi.

Mig minnir að Samút hafi e-h tíma sent frá sér ályktun um göngubrú á Markarfljót. Ég hef lengi haft þann áhuga og sýnist að slíkur áhugi hafi verið til staðar hjá forvera ÍSALP:
http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=79697&lang=gl
-Grunar að FÍ sjái viðskiptatækifæri í því að vera við syðri brúarsporðinn…

Aðkoma, umgengnisréttur og vernd eftirsóttra útivistarsvæða kemur að miklu leyti til með að ráðast af skipulagi sveitarfélaga og þjóðgarða.
Þar gildir að þeir sem ekki hafa skoðun og/eða taka ekki til máls eru ekki með. Ég tel eðlilegt að Ísalp vinni þá heimavinnu sem þarf.