Re: Re: Tryggingamál

Home Umræður Umræður Almennt Tryggingamál Re: Re: Tryggingamál

#57626
Gummi St
Participant

Ég var að fá dæmi um tilboð í hendurnar og það er nokkuð margþætt. Þetta miðast alltaf við gefnar forsendur.

10-20 milljónir við varanlega örorku, 50-100þús í sjúkralaun á viku, biðtími einhvejrar vikur áður en að sjúkralaun taka við (vinnuveitandi heldur manni uppi í einhvern tíma). Neyðartrygging (björgunarkostnaður) og dánarbætur. Slysatrygging með eða án sjúkdómatryggingar. Allt eru þetta faktorar í það hvað pakkinn muni kosta. Verðin sem ég hef verið að sjá er frá 26þús á ári og upp eftir því hversu mikið menn vilja í forsendurnar. Og að þetta á að gilda allsstaðar í heiminum.

Best væri etv. að fá þá í heimsókn til að kynna þetta fyrir okkur og svara þeim spurningum sem upp koma.

Frábært væri Steinar ef þú gætir komið með einhverjar upplýsingar um þetta breska klúbbdæmi svo hægt sé að bera það saman. Ég geri mér ekki grein fyrir hvað sé innifalið í henni.

Hvað segiði annars um þetta?

-GFJ