Re: Re: Tryggingamál

Home Umræður Umræður Almennt Tryggingamál Re: Re: Tryggingamál

#57384
Gummi St
Participant

Áhugavert Steinar, skrítið hvað þetta er mismunandi eftir löndum. Vilja þeir sumsé tryggja þig í Rússlandi en ekki Íslandi?

En já, það er gaman að bera þetta saman. Þegar ég hef verið að fara út í klifurferðir þá hef ég tryggt mig sérstaklega hér heima og það kostar svona 10-15 kílókrónur í hverja ferð og gildir auðvitað bara á meðan ferð stendur (~10 dagar).

Það sem okkur stendur til boða er einstaklingstrygging sem hver og einn þarf að samþykkja, en er sett fram sem hóptilboð.

Skoðum þetta saman sem heild og flott að skoða alla möguleika. Gott dæmi er slysið hjá honum Erni, slæmt að lenda í skuldasúpu vegna óhapps í áhugamálinu!

-GFJ