Home › Umræður › Umræður › Almennt › Til hvers isalp.is? › Re: Re: Til hvers isalp.is?
Ég er sammála þessu með að missa Isalp.is ekki inn í Facebook! Ég kíki daglega hérna inn og finnst eins og Hauki nauðsynlegt að geta fylgjst með stöðunni á Íslandi eftir að ég flutti út. Ef að hún færist inn á Facebook þá mun hún týnast í öllum hinum ‘like-unum’.
Ég er einnig búin að vera að skoða mikið af síðum hérna í Norge sem tengjast ferðalögum og klifri og ég er sammála Hauki með að það er engin sem kemur nálægt Isalp.is (kannski bara að því að það vantar fólkið )
En það mætti endilega skoða myndamálin betur. Man þegar ég skráði mig fyrst inn á isalp.is þá var nokkuð skemmtilegur mynda’fídus’ hérna þar sem hver og einn meðlimur gat sett myndir inn á sitt svæði. Alltaf gaman að skoða myndir af afrekum annara
En lengi lifi Ísalp!