Re: Re: Til hvers isalp.is?

Home Umræður Umræður Almennt Til hvers isalp.is? Re: Re: Til hvers isalp.is?

#56022
Freyr Ingi
Participant

Hér tjáir fólk sig undir nafni óritskoðað, nema ef vera skildi Harcore H. Hardcoresson en hann og hans skrif eru undanskilin. Það er gott og blessað og heldur vonandi þannig áfram.

Harkaleg skoðanaskipti fæla ekki nýgræðinga frá, ef eitthvað er þá draga þau fleira fólk að sér sem vill sjá eitthvað subbulegt…

Nei, en grínlaust þá get ég ekki kvittað undir það að harkaleg skoðanakipti á umræðuvef hindri áhugasamt fólk í því að kíkja á myndasýningar og/eða taka þátt í starfi klúbbsins.

Annars væri afar fróðlegt að sjá fleiri „drauga“ skjóta upp kollinum og tjá sig um þeirra sýn á þetta alltsaman.

kv,

Freysi friðsamlegi