Re: Re: Til hvers isalp.is?

Home Umræður Umræður Almennt Til hvers isalp.is? Re: Re: Til hvers isalp.is?

#56019
Freyr Ingi
Participant

Formaðurinn veit upp á sig sökina og hefur ekki alltaf hamrað lyklaborðið með óþiðnum fingrum (strax eftir klifur). Hann lofar þó bót og betrun og gæti jafnvel strengt áramótaheit þetta árið og verið aktívari við skrif og myndainnsetningar á því næsta.

Og strákar, er ekki alveg fullkomlega eðlilegt að á umræðuvef skiptist menn á skoðunum?
Hvort sem um er að ræða verðlagningu eða ágæti hluta sem verið er að reyna selja.

Legg til að við öll setjum meira af efni hingað inn.

!!EF ÞAÐ Á HEIMA FB, Á ÞAÐ HEIMA Á ÍSALP!!

(svo lengi sem það viðkemur fjallamennsku að sjálfsögðu, hef ekki áhuga á því hvað þú fékkst í jólamatinn).

F.