Re: Re: Til eigenda BCA Tracker 2

Home Umræður Umræður Almennt Til eigenda BCA Tracker 2 Re: Re: Til eigenda BCA Tracker 2

#56150
0808794749
Meðlimur

Blessuð tæknin… ég var einmitt að panta mér tracker 2 og gerði það eftir mikinn lestur á umsögnum á netinu.

Hér má finna ítarlegar umsagnir og úttektir á líklegast öllum ýlum sem framleiddir hafa verið.
Með því að bera saman allar 5 stjörnu ýla ásamt því að taka verð með í dæmið fékk ég út Tracker2 hentaði mér best.

Eins og fram hefur komið þá virðast þessi stafrænu ýlar aldrei alveg gallalausir en sem betur fer er hægt að fá uppfærslur sem eiga að koma í veg fyrir böggana.

Eitt sem mér dettur í hug sem getur hugsanlega haft áhrif á virkni ýla eru seglar af ýmsu tagi, eins og t.d. eru stundum í skíða/brettafatnaði í staðinn fyrir smellur, og hugsanlega talstöðvum.
Hefur einhver heyrt nýjasta nýtt í þeim pælingunum?

Kolbeinn: Flott að þú sért að hefja innflutning á þessum græjum. Ekki sakar að hafa reyndan fjallamann í því.
Muntu koma til með að flytja inn annan varning?