Re: Re: Til eigenda BCA Tracker 2

Home Umræður Umræður Almennt Til eigenda BCA Tracker 2 Re: Re: Til eigenda BCA Tracker 2

#56139
2502833189
Meðlimur

Sælir Ísalparar.

Ég tók við umboði fyrir Backcountry Access (BCA) nú í haust. Undanfarin ár hafa ekki verið seldar vörur frá BCA á Íslandi. Nú síðar í mánuðinum stendur Ísölpurum og öðru fjallafólki til boða að eignast vörur frá BCA hér á landi.

BCA eru þekktir fyrir að gefa ekki út vörurnar sínar nema þær séu tilbúnar og virki. Því miður kom þetta vandamál nú upp í 10 ýlum sem er að mati BCA allt of mikið þótt það sé í 0,05% af ýlunum. En BCA viðurkenna þetta vandamál fúslega og hafa gert nýja uppfærslu til að koma í veg fyrir þetta.

Sem dæmi um áreiðanleika þá framleiddi BCA fyrsta digital ýlinn „Tracker DTS“ og hann er enn að rokseljast á markaðnum því hann virkar einstaklega vel. En aðrir framleiðendur sem fylgdu í kjölfarið með digital tæknina hafa sett á markað og tekið af markaði jafnvel nokkra ýla síðan þá.

Ef þið vitið um einhverja hér á landi sem eiga Tracker 2 ýli þá endilega bendið þeim á að hafa samand við mig til að við getum leyst þetta mál.

Og Dóri ég held að BCA viti hvað er í gangi með ýlana fyrst þeir eru búnir að gefa út nýja uppfærslu sem kemur í veg fyrir þetta.

Bestu kveðjur.

Kolbeinn Guðmundsson
kolbeinn@freri.is

Vefsíðan http://www.freri.is verður tilbúin um mánaðarmót fyrir þá sem hafa áhuga á að kynna sér vörur frá BCA. T2.jpg