Re: Re: Þríhnjúkagígur enn í fréttum

Home Umræður Umræður Almennt Þríhnjúkagígur enn í fréttum Re: Re: Þríhnjúkagígur enn í fréttum

#57816
Karl
Participant

Almannaréttur er þýðingarmeiri fyrir fyrir Ísalpara en flest annað og sennilega hefur farið meira púður í þann málaflokk hjá UIAA og aðildarfélögum en því sem kalla má klifur og fjallamennsku.

Ný kynslóð landeigenda hefur oft lítinn skilning á að kvaðir eru á eignarhaldi lands og almenningur hefur umferðarrétt um eignarlönd, óháð því hvort e-h hafi verið greitt fyrir leiðsögn eða aðra þjónustu..
Auðvitað þurfa fyrirtæki leyfi til að vera með starfsaðstöðu á einkalandi en ekki til þess að fara um viðkomandi land.

Ég átta mig ekki á þessari nútíma Svarfdælsku, -í eina tíð voru ekki aðrar kvaðir á þeim sem skíðuð þar um fjöllin en að mæta í kaffi hjá Hirti á Tjörn af því að kallinn dauðlangaði að vita hvað væri í gangi og heyra ferðasögur.

Ég hef heyrt ávæning af sérkennilegum merkingum á gönguleiðum á svæðinu, -á e-h myndir af þessum djásnum?

Mér finnst miklu skipta að Ísalp taka fast á öllu sem brýtur gegn almannarétti.