Re: Re: Þríhnjúkagígur enn í fréttum

Home Umræður Umræður Almennt Þríhnjúkagígur enn í fréttum Re: Re: Þríhnjúkagígur enn í fréttum

#57812
Karl
Participant

Himmi, -Það skiptir litlu hversu mörg fyrirtæki aka túristum um Langjökul, fara með halarófuskósólatúra á Hnúkinn osfrv.
Slík starfsemi lokar ekki á umferð almennra ferðamanna sem ferðast á eigin forræði og veldur ekki óafturkræfum spjöllum.

-Ég sé tvennt athugavert við áætlanir Þríhnúka ehf. Í fyrsta lagi áform um gríðarleg óendurkræf náttúruspjöll, í öðru lagi einkavæðingu á merkilegu náttúruvætti í eigu Kópavogs sem þar með verður óaðgengilegt öðrum en þeim sem ferðast á vegum þessa eina félags.

Hvaða uppákoma heldur þú að verði ef þú mætir með statiklínuna þína uppeftir í fyrramálið og segir; -„því miður strákar, ég er að nota hellinn í dag og lyftan ykkar truflar mig á minni línu og veldur slysahættu!“ í dag verðið þið að gera e-h annað!

Framsóknarfrömuðurinn sem ætlaði að gera veg á Heklu ætlaði einungis að fá einkarétt á akstri á fjallið og við hefðum því getað skíðað það óareittir eins og verið hefur. Siglínur eiga hinsvegar aldrei eftir að sjást í Þríhnúkahelli ef hann verður e-h effaður.

Þetta mál snýst því bæði um náttúruvernd og almannarétt. -Spurning hvort Samút eigi að láta það til sín taka.