Re: Re: Þorgeirsfellshyrna.

Home Umræður Umræður Klettaklifur Þorgeirsfellshyrna. Re: Re: Þorgeirsfellshyrna.

#57913
Freyr Ingi
Participant

Flott hjá ykkur og gaman að heyra af mönnum í „alpakletta“ klifri og þá sérstaklega á fáförnum slóðum.

Við Tryggvi Stefáns vorum á ferð þarna í sept. 2006 og ekki veit ég hvort við á „réttri“ leið eða ekki en við snerum við með skottið á milli lappanna eftir að hafa togað út stórt grjót kaus að falla framhjá okkur en ekki á okkur. Ákveðinn mood killer og við ákváðum að koma okkur bara niður. Man heldur ekki í fljótu bragði hvar við vorum á fjallinu miðað við rauðu línuna á myndunum þínum.

Þar af leiðandi vakna upp nokkrar spurningar?

– Þarf fjallið að ykkar mati að vera frosið til að það æskilegt sé að vera á þessum slóðum?

– Er þetta eina klifurleiðin sem hefur verið farin á Þorgeirsfellshyrnu?

– Af því að þú segir að hún hafi dottið úr tísku, þá langar mig líka að vita hvort hún hafi einhverntímann verið í tísku. Þ.e. hafa margir farið þarna upp?

Hvenær kemur svo vídjóið Palli? (maður er farinn að búast við ljós- og hreyfimyndum frá þér í hvert skipti sem þú ferð eitthvað) ;o)