Re: Re: Telemarkfestival 2013

Home Umræður Umræður Almennt Telemarkfestival 2013 Re: Re: Telemarkfestival 2013

#58101
0801667969
Meðlimur

Sá pólitíski rétttrúnaður ríkti a.m.k. frá 1980 og til 1990 að fjallaskíði væru það eina rétta. Sjálfur átti ég meira að segja fjallaskíði á tímabili til að vera gjaldgengur í útköll.

Gönguskíði voru talin úreltur búnaður því vélsleðar höfðu leyst þau af hólmi. Það gekk meir að segja svo langt að í útkalli 1984 að gönguskíðunum mínum var grýtt út úr snjóbílnum, með tilheyrandi fúkyrðum, þannig að annað týndist. Ég varð skíðalaus í miðju útkalli. Fjallaskíði skildu búnaðurinn vera og heita. Menn voru mjög trúaðir í þá daga.

Það er 1990 sem ég birti fyrstu greinina í Hjálparsveitatíðindum og svo aðra í Mogganum 1992 um óþekkta skíðatækni, telemarkið. Hvernig sem á því stóð þá hurfu fjallaskíðin á merkilega stuttum tíma og telemarkið tók við.

Kv. Árni Alf.