Re: Re: Telemarkfestival 2013

Home Umræður Umræður Almennt Telemarkfestival 2013 Re: Re: Telemarkfestival 2013

#58113
Björk
Participant


Ég held að það sé ekki verið að tala um að fjallaskíðafestival sé bara fyrir fólk með fastan hælinn. Þessi hugmynd hefur oft komið upp og hvet ég einhvern til að koma þessu í framkvæmd.
Hugmyndin að fjallaskíðafestivali hefur verið meira í þá átt að vera ekki á skíðasvæði að vori, þramma uppá fjöll og skíða niður með fjálsri aðferð. Þar væru eflaust allir velkomnir hvernig sem fólk kemur sér upp og niður, svo lengi sem það er með allt sitt á hreinu.

Líkt og nefnt er hér fyrir ofan „… fastur hæll eða laus, gildir einu, mestu máli skiptir að gluða niður snæviþaktar brekkur og hafa gaman af“ og þeir sem vilja vera á hlið geta gert það.

Telemarkfestivalið hefur verið haldið í Hlíðarfjalli frá upphafi, þriðju helgina í mars, held ég, fyrir utan einhver ár þegar þar var snjólaust. Þar hefur telemarkið fengið að njóta sín.

kv. Björk