Re: Re: Spori og co.

Home Umræður Umræður Ís- og alpaklifur Spori og co. Re: Re: Spori og co.

#55789
Sissi
Moderator

Ok, veit ekki með fagnaðarerindi, en ég býst við að ef menn þurfi að gera svona sé þetta eins góð framkvæmd á því og hægt er. Páskaliljufactorinn réttur en ef menn gera sér grein fyrir því og svona. Leiðinlegt bara hvað Ívar er orðinn þroskaður og rólegur, mér finnst svo gaman að lesa einhverjar flugeldasýningar.

Varstu svo bara í Míganda Íbbi eða? Mest trakkað þar. Hann reyndar virkar ansi ídeal í svona kennslu þegar maður fer að spá í því, geðveikt stutt frá bíl og geta sjálfsagt 2-3 klifrað í einu, hægt að labba uppfyrir osfrv.

Annars held ég að ég verði að front-rönna Skabba aðeins, við heyrðum nefnilega svo geðveikt góða sögu í dag og hann er ekki búinn að pósta henni ennþá.

Við skelltum okkur í Spora í dag, sem er í prýðilegum aðstæðum, og spjölluðum aðeins við bóndann að Fremri-Hálsi (Steinar?). Hann sagði okkur að á dögunum hefðu mætt þarna einhverjir kappar á virkum degi og haldið upp án þess að banka upp á eða tala við hann. Líður svo og bíður og komið langt fram á kvöld, ekkert bólar á þeim og engin ljós. Hann endar því á að hringja í lögguna. Þeir mæta uppeftir, sprengja dekk og henda löggubílnum inn í skúr. Sér hann þá ekki hvar þessir félagar koma niður aftur og fela sig bakvið heyrúllur til að reyna að komast hjá því að tala við hann eða lögguna væntanlega. Hresst!

Mikið væri ég til í að vita hvaða herramenn þetta voru. Endilega tala við landeigendur þegar þið ætlið að klifra. Sérstaklega þarna, brjáluð traffík í byrjun á sísoninu.

Sissi