Re: Re: Spori og co.

Home Umræður Umræður Ís- og alpaklifur Spori og co. Re: Re: Spori og co.

#55810
0801667969
Meðlimur

Það er gamall og góður siður að banka uppá hjá bændum. Var og er sjálfsögð kurteisi. Rifjast þá upp fyrir mér að hafa bankað uppá á bæ fyrir tæpum þrjátíu árum.

Klukkan var fimm að morgni og bóndi dálítið „úldinn“. Vorum á leið upp í Skarðsheiði í leit að týndri flugvél. Gerðist hann fljótlega hinn hressasti. Fór að tala um draumfarir frúarinnar sem pössuðu við týnda flugvél í fjallinu fyrir ofan. Vildi ólmur skutla okkur á dráttarvél einhvern snarbrattan svellaðan slóða ofan við bæinn. Komumst lifandi frá þessu.

Að banka uppá á næsta bæ þegar farið er um er fróðleikur fyrir báða aðila og oftast hin besta skemmtun.

Kv. Árni Alf.

PS Ef mönnum er ekki vel tekið er um þá er um efnaðan aumingja af mölinni að ræða. Bærinn er þá venjulega brynvarinn.