Home › Umræður › Umræður › Skíði og bretti › Splitboard › Re: Re: Splitboard

Burton og Voile eru aðal týpurnar. Ég á Burton 162 og er ansi sáttur við það, held að það sé líka framleitt í 168 en ég myndi persónulega ekki fara í það nema ég byggi í Whistler eða einhverri púðurkistu. Þarft aðeins kvikari hreyfingar í vorfærinu hérna heima.
Voile framleiðir líka splitboard, nokkrir hérna heima eiga þau og láta einnig vel af þeim.
Nú eru komnar spes bindingar á þessi bretti, í stað þess að nota hefðbundnar brettabindingar og interface á milli frá Voile. Þetta eru Voile light rail og Spark R&D. Finnst þessar fyrri svolítið flottar á mynd en þekki bara nokkra sem eiga Spark. Þeir eru mjög ánægðir. Held að það sé klárlega málið að taka amk bindingar sem rennast beint upp á plöstin með þessum hætti, átt að fá mun skemmtilegri eiginleika út úr því. Ég stefni á að kaupa bindingar nú í vor.
Skinnin eiga bara að fylgja með sem og upphækkanir undir hæla. Það er líka hægt að fá tvöfalda upphækkun sem er sniðug.
Broddarnir – ég á svoleiðis og finnst þeir óttaleg vitleysa. Held að maður væri betur settur með göngubrodda, býður upp að meiri reddingar.
Annars er allt um splitboard að finna hér: http://splitboard.com/site/Splitboard_Home/Splitboard_Home.html
Sissi