Re: Re: Snjóflóðaýlar

Home Umræður Umræður Almennt Snjóflóðaýlar Re: Re: Snjóflóðaýlar

#56362
Jokull
Meðlimur

Sæll Viktor

Það er hið eðlilegasta mál að velta því fyrir sér hvað sé gott þegar það kemur að hlut sem ekki aðeins er dýr hedur einnig hlutur sem getur bjargað lífi þínu.

Það eru til margar góðar gerðir af ýlum og aðrar ekki eins góðar. Pieps DSP er klárlega einn af þeim góðu, einfaldur í notkun og komin með nokkur ár á markaðnum.

Bergmenn fjallaleiðsögumenn og Arctic Heli Skiing hafa notað DSP ýla í nokkur ár og eiga annsi stóran flota, sem aldrei hefur klikkað, þannig að ég get hiklaust mælt með þeim.

Ef þig vantar frekari uppls þá geturðu bjallað í okkur.

JB