Re: Re: Snæfellsjökull – Dagverðará

Home Umræður Umræður Skíði og bretti Snæfellsjökull – Dagverðará Re: Re: Snæfellsjökull – Dagverðará

#58255

Áhugavert. Hægt að skíða „til sjávar“ segiru. Hvernig er hallinn þarna neðan Dagverðarhlíðar til dæmis?

Magnað að sjá hvað ja.is kortið er gott (tékkaðu á því), mun betra en LMI þar sem samskeyti sjást óþarflega mikið og upplausnin frekar slöpp.

Karl, þar sem þú er mikið fyrir að nota styttingar þá má ég til með að benda á að þú ert að nota þær alveg kolrangt.

Er nú enginn sérfræðingur í málfræði en þetta er e-ð sem þú vilt örugglega vera með á hreinu þar sem þú notar þetta svo mikið.

Þegar orð á borð við “eitthvað” eru stytt er stuðst við fyrsta og síðasta staf orðsins, ekki fyrstu stafi orðhlutanna. Með því væri erfiðara að greina á milli þeirra, enda byggja flest á myndum “eitt” og “hvað”.

einhver = e-r
eitthvað = e-ð
einhvern = e-n
einhvers = e-s

… en ekki e-h í hvert einasta skipti. Það er hreinlega ekki til.

Skiljú?