Re: Re: Slys í Valshamri

Home Umræður Umræður Klettaklifur Slys í Valshamri Re: Re: Slys í Valshamri

#56738
2802693959
Meðlimur

Þetta er sláandi lesning Þórður sem ég vil þakka þér fyrir að deila með ÍSALP. Vona sannarlega að systir þín nái sér fljótt og að óhappið leggist ekki þungt á ykkur.
Ég hef löngum verið þeirrar skoðunar að sigið sé það hættulegasta sem við gerum í þessu brölti. Reyndar skil ég ekki alveg aðra málsgrein og spurningar vakna? Kom línan öll niður? Var/er karabínan uppi í akkerinu heil og á sínum stað? Hvernig var línan í túbunni?

Án þess að þekkja málavöxtu nákvæmlega er tvennt sem slær mig. Þú bendir sjálfur á að hafa læsta karabínu á sigakkerinu uppi en hitt er að fylgjast með hverri hreyfingu byrjenda og treysta þeim ekki. Þá ættu byrjendur einnig að nota prússikhnút við sig til að temja sér góða siði strax frá upphafi.

Þótt slysin geri ekki boð á undan sér er ýmislegt hægt að gera til að forðast þau. Vissulega má sterklega mæla með námskeiðum ÍSALP og Íslenskra Fjallaleiðsögumanna eða Klifurhússins en samt sem áður er það eitt og sér ekki nóg því margt af því sem maður lærir ryðgar fljótt ef það er ekki notað reglulega.
Þakka þér enn og aftur fyrir að deila þessu… þú ert maður að meiri fyrir vikið.
Sjáumst á fjöllum / í klettum.
kv, Jón Gauti