Re: Re: skyndi-ísfestival um helgina (19. og 20.mars) ?

Home Umræður Umræður Ís- og alpaklifur skyndi-ísfestival um helgina (19. og 20.mars) ? Re: Re: skyndi-ísfestival um helgina (19. og 20.mars) ?

#56526
Freyr Ingi
Participant

Fullt af hressum krökkum fóru út að leika í dag.
Megnið af hópnum sem hittist bensínstöðinni í morgun hélt af stað í Múlafjall í Hvalfirði en þó ætluðu einhverjir að nýta snjóinn til skíðaiðkunar í Botnssúlum.
Þegar inn í Hvalfjörð var komið var þessi þurri nýji snjór sem féll í nótt kominn á hreyfingu. Skíðafólkið breytti um stefnu og fór á Skálafell meðan ísfólkið hélt til í fræsingnum og barði klaka með blinduð augu af snjó. Hluti hópsins leitaði á önnur mið og fann eitthvað bærilegra veður í Búahömrum.

Takk fyrir góðan dag! IMG_2130.jpg IMG_2126gg.jpg