Home › Umræður › Umræður › Skíði og bretti › Skíðafæri við höfuðborgina? › Re: Re: Skíðafæri við höfuðborgina?
3. apríl, 2011 at 12:20
#56583

Meðlimur
Bláfjöll Sunnudagur 3. apríl
Þriðji dagurinn og líklega sá besti í vetur hvað utanbrautarfæri snertir. Hef reyndar haft Fjallið út af fyrir mig í morgun því Kóngurinn opnar ekki fyrr en kl. 14 fyrir almenning (vegna landsmóts á skíðum).
Það er hins vegar alveg þess virði að mæta þá. Almenningur eða svonefndur pöpull hefur lítið látið sjá sig þessa bestu daga vetrarins.
Skíðagöngubrautirnar eru þó líklega það sem toppa allt. Hægt að velja úr snilldarvel lögðum brautum um Strompana en svo nefnast gígarnir við skíðasvæðið. Mesti snjór og besta færi og veður í manna minnum.
Kv. Árni Alf.