Re: Re: Skíðafæri við höfuðborgina?

Home Umræður Umræður Skíði og bretti Skíðafæri við höfuðborgina? Re: Re: Skíðafæri við höfuðborgina?

#56603
0801667969
Meðlimur

Kl. 18:00 Status report.

„Awesome“ færi eins og maðurinn sagði. Draumi líkast að plægja gegnum gyllta skaflana sem reyndar eru á fleygiferð vegna lágarennings. Þeir eru auðvitað gylltir vegna sólarinnar. Svona Sahara stemmning í þessu. Einn fallegasti dagur vetrarins.

En að öðru. Sennilega ekki verið jafn mikill snjór a.m.k. sunnan heiða í áratug eða meira á þessum tíma árs. Menn hljóta að vera að farnir að plana magnaðar skíðaferðir í vor eða þegar lagðir af stað. Reyndar er spáin fyrir páskana herfileg sunnanlands sýnist mér. Slagveður sem byrjar á hádegi skírdag og nær fram yfir helgi a.m.k. En slíkt þarf ekkert að stoppa menn. Páskana 2004 fór ég Suðurjöklaferð í svona herfilegri spá. Frábær ferð blaut á köflum en frábært þess á milli.

Kv. Árni Alf.