Re: Re: Skíða á Esju

Home Umræður Umræður Skíði og bretti Skíða á Esju Re: Re: Skíða á Esju

#56470
Sissi
Moderator

Sæll,
ég átta mig ekki 100% á hvað þú ert að pæla.

-Gönguleiðin á Þverfellshorn í Esju liggur upp frá bílastæðinu þar sem strætó stoppar

-Ef ætlar að labba uppi á Esjunni skaltu passa að þar getur verið ansi villugjarnt, taktu punkt á Þverfellshorn og ættu þess að vera ekki of nálægt brúnum ef skyggnið versnar

-Ef þú ætlar að skíða niður hugsa ég að það gæti orðið erfitt, það er þunnt uppi á Móskarðahnjúkum sem þó fá meiri snjó, svo ég held að það væri erfitt að skíða þarna, kannski hægt að þræða einhver gil, ekki viss

-Það snjóaði mikið í fyrrinótt og skóf í gær, vindpakkaður flekasnjór, gæti hæglega verið snjóflóðahætta í skálum og giljum, gættu að þér varðandi það. Mér hefur líka oft sýnst að skíðamenn eigi í basli með svona crust ofan á snjónum þó að brettin krúsi ofan á því.

Vona að þetta hjálpi,
Sissi