Re: Re: Skarðatindar

Home Umræður Umræður Ís- og alpaklifur Skarðatindar Re: Re: Skarðatindar

#57644
2806763069
Meðlimur

ÍBV

03.04.2012. Ívar F. Finnbogason, Björgvin Hilmarsson, Viðar Helgason.
400m hækkun frá jöklinum og upp í fyrsta klifur.

1. spönn 70m, 4gr. Ís og brattar snjóbrekkur.
2. spönn 60m, snjór og auðvelt kletta brölt á móbergshrygg.
3. spönn 70m, auðveldur snjó hryggur.
4. Spönn 30m, snjóbrekka
5. spönn 50m, 4gr. Ís.
6. spönn 70m, 3gr. Ís og snjór.
7. spönn, 70m, snjóklifur.
8. spönn, 20m, 5gr, ísklifur. Leiðin sameinast upprunaleguleiðinni sem Snævarr og Jón Geirs fóru fyrstir hér.
9. spönn, 50m, snjór og léttur ís 3gr.
10. spönn, 20m, ótryggjanlegur ís, 4gr. Megintrygging léleg. Endar upp á hryggnum.

Eftir það snjóhryggur upp á topp. Af toppnum var farið eftir snjóhryggjum, brattar snjóbrekkur niðurklifraðara, eitt langt sig og svo fleiri snjóbrekkur.

Mér telst til að þetta sé í sjötta uppferðin á þessum fornfræga vegg. Þetta er þriðja tilraunin sem ég sjálfur hef gert með mismunandi félögum til að reyna að setja upp nýja leið.

Þeir sem hafa farið eru líklega:

Jón Geirsson + Snævarr Guðmunds
Palli + Hallgrímur + G.Helgi
Gummi Tómasar + Kiddi skófla
Gummi Tómasar + Styrmir + Ingó
Ívar + Gummi Spánverji
Ívar + Vidar + Bjöggi (ff. á ÍBV).

Aðrir sem hafa yfir höfuð komið á tind Skarðatinda eru líklega teljandi á fingrum beggja handa.
Bjöggi er með myndirnar okkar og svo heppilega vill til að þær eru allar á JPG formati en ekki RAW – sem þýðir að hann getur aðeins fiktað mjög takmarkað í þeim og það eru því góðar líkur á að eitthvað birtist á þessu ári.