
Sunnudagur 18. mars kl.14:00
Var að koma úr Skálafellinu. Þar voru allar lyftur í gangi og alþjóðlegu stórsvigsmóti að ljúka. Nánast logn en farið að þykkna upp. Fyrir hádegi var búið að vera stafalogn og sól.
Í Bláfjöllum skall á austan óveður uppi á Fjalli kl. 7:15 í morgun. Á leið úr Bláfjöllum rétt fyrir hádegi var mikið kóf, allt orðið ófært, bílar fastir hér og þar og neyðarlínan lá á línunni. Kannski ekki að undra að skíðasvæðið hafi verið lokað.
Þetta sýnir svart á hvítu hvað það skiptir miklu máli að hafa Skálfellið líka opið ætli almenningur SV- lands að komast á skíði.
Í gær var NV átt. Þá var einnig lokað í Bláfjöllum vegna hvassviðris meðan opið var í Skálafelli í hægviðri og púðurfæri.
Þannig er búið að vera lokað alla helgina í Bláfjöllum vegna veðurs meðan það er búið að opið og fínasta veður í Skálafelli. Þarna sést svart á hvítu að það verður að reka bæði svæði ætli menn að veita skíðamönnum á SV horninu sanngjarna þjónustu.
Kv. Árni Alf.
P.S. Þetta er önnur helgin í röð sem lokað er í Bláfjöllum.